17.01.1947
Efri deild: 52. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (194)

40. mál, heimilisfang

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er flutt að beiðni utanrrn., og er bréfið, var sem ráðuneytið fer fram á flutninginn, og rökin, sem færð eru fyrir honum, prentuð í aths. við lagafrv. á þskj. 62.

Allshn. hefur haft mál þetta til athugunar og var sammála um, að nauðsyn bæri til þess, að starfsmenn utanrrn., sem erlendis starfa á vegum þess, hafi ákveðna heimilisfestu hér á landi, og væri þá rétt, að hún væri í Reykjavík, nema þeir hefðu sjálfir tilkynnt og óskað heimilisfestu á öðrum stað. Þessa undantekningu hefur n. gert á frv. sem breyt. og kemur hún fram á þskj. 288. Ég vil benda á, að þetta er nauðsynlegt fyrir þessa starfsmenn, til þess að þeir geti verið teknir á kjörskrá og missi ekki að öðrum kosti kosningarétt og kjörgengi. Annars er það venja í viðskiptum þjóða á milli. að menn, sem falið er að gegna störfum erlendis við sendiráð og ræðismannsskrifstofur, teljist heimilisfastir í heimalandinu, en búseta þeirra í dvalarríkinu ekki skoðuð sem heimilisfesta.