25.03.1947
Neðri deild: 101. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1438 í B-deild Alþingistíðinda. (1960)

207. mál, dýrtíðarvísitala o. fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Þetta frv. er samhljóða l. frá 1946. Efni þess er að heimila stjórninni að greiða niður dýrtíðarvísitölu með sama hætti og áður. Þá er einnig heimilað í 2. gr., að verð á dilkum, sem slátrað er að sumrinu, og verð á kartöflum, sem teknar eru upp mjög snemma, komi ekki inn í vísitöluna.

Í fyrri l. var tímatakmark, en það féll niður þann 15. september s. l. Það mun hafa verið af vangá, að heimild þessi féll úr gildi, en l. hafa verið framkv., og ef þetta frv. verður samþ., er það samþykki á því. Frv. er flutt af fjhn., en einstakir nm. hafa óbundnar hendur í sambandi við afgreiðslu þess.

Ég óska svo, að frv. verði vísað til 2. umr.