11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1487 í B-deild Alþingistíðinda. (2103)

147. mál, vegalög

Forseti (ÞÞ) :

Mér hefur borizt hér skrifleg brtt. frá hv. 1. þm. Reykv. og hv. 7. landsk., og er hún svohljóðandi :

„1. Við A. 2. Í stað „til Sandgerðis“ komi : um Sandgerði og að Stafnesvita.

2. Við A. 3. Aftan við greinina komi: og frá Járngerðarstaðarhverfi um Þórkötlustaðahverfi að Hrauni.“

Þessi till. er bæði skrifleg og of seint fram komin, og þarf því að leita tvöfaldra afbrigða fyrir henni.