15.04.1947
Efri deild: 118. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1498 í B-deild Alþingistíðinda. (2119)

147. mál, vegalög

Hannibal Valdimarsson:

Ég tel margt í þessari brtt. réttmætt og til bóta, en þar sem ég hef tekið afstöðu með því í n. að opna frv. ekki upp á gátt, mun ég greiða atkv. gegn þessum brtt. Ég greiddi atkv. með till., sem var hér næst á undan til atkvgr., þrátt fyrir þá afstöðu, sem ég hafði tekið í n., af því að ég taldi þar uni svo mikla nauðsyn að ræða. Hér tel ég hins vegar ekki um eins mikla nauðsyn að ræða og segi því nei.