15.04.1947
Efri deild: 118. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1498 í B-deild Alþingistíðinda. (2122)

147. mál, vegalög

Bjarni Benediktsson:

Ef það er rétt, að hér sé eingöngu um leiðréttingu að ræða, ber forseta að ákveða um það, en að það er heimtað nafnakall um síðustu till. og ef hún verður samþ., gerir það nauðsynlegt, að frv. fari aftur til hv. Nd. Þar sem það verður að ráða úrslitum, er óhjákvæmilegt að hafa sömu afstöðu til þessarar till. og hinna, og segi ég því nei.