06.11.1946
Efri deild: 10. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

41. mál, skipulag og hýsing prestssetra

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Í tilefni af þeim ummælum hæstv. ráðh., að hér væri verið að veita prestunum launabót fyrir lítil störf, þá vil ég taka það fram, að hann hefur ekki heyrt nema lítinn hluta af ræðu minni og þess vegna misskilið mig. Að svo mæltu vænti ég þess, að hv. n. ræði mínar jákvæðu tillögur.