13.12.1946
Efri deild: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1525 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

41. mál, skipulag og hýsing prestssetra

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Að vísu gætu það verið hagkvæm vinnubrögð að athuga strax, hvort d. getur fallizt á þá dagskrártill., sem nú liggur fyrir, en það er víst ekki venja fyrr en umr. er lokið. Þess vegna vil ég mælast til þess f. h. menntmn., að umr. verði frestað. Það liggja nú fyrir margar brtt., sem n. hefur ekki athugað. Að vísu hafði flm. brtt. orðað sum atriði, sem í þeim koma fram, í ræðu, en það lá þá ekki eins ljóst fyrir n. og nú í þessum brtt.