13.01.1947
Efri deild: 49. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1540 í B-deild Alþingistíðinda. (2190)

41. mál, skipulag og hýsing prestssetra

Gísli Jónsson:

Ég vil í sambandi við ræðu hv. 10. landsk. þm. taka fram, að brtt. þessi er ekki fram komin vegna andúðar á bæjunum, en í sveitum er byggt á jörðum sem ríkið á, en í kaupstöðum gegnir allt öðru máli, þar sem byggt er á lóðum, sem ríkið á ekki, og er því prestum þar gert hærra undir höfði en prestum í sveitum.