07.03.1947
Efri deild: 87. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1551 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

41. mál, skipulag og hýsing prestssetra

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil upplýsa hæstv. utanrrh. um það, að þessu atriði, sem hann hreyfir nú, var hreyft af mér í umr. hér áður, og hæstv. fyrrv. kirkjumrh. svaraði því til, að bæjarstjórnir mættu þakka fyrir að fá slíkt ákvæði sett inn í lög. Mér fannst þetta ákvæði alltaf vafasamt og ég vildi, að n. felldi það úr frv., en við þessi ummæli ráðh. jókst styrkur n. til að halda þessu mjög svo ranglega ákvæði, að mér finnst, í frv.