27.02.1947
Efri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

24. mál, tekjuskattsviðauki 1947

Páll Zóphóníasson:

Enda þótt ég telji, að það sé brýn nauðsyn og hafi verið lengi á því að endurskoða skattal. öll, og þá um leið og það væri gert að fella ákvæði þessa frv. þar inn í, þá hefur það verið vanrækt af fyrrv. hæstv. ríkisstj., sem hefur ekkert látið gera í þessu máli og flotið sofandi að feigðarósi, sem hefur svo leitt það af sér, að nú í lok febrúar 1947 er það ógert í þessum efnum. sem átti að vera lokið á árinu 1946, þá er ómögulegt að framkvæma þessa breyt. á skattal. teknískt, til þess að hægt sé að leggja á skatta eftir þeirri skattalagabreyt. nú, og þess vegna verðum við að sitja með þetta frv. sem sérstakt frv., segi ég já.