24.02.1947
Neðri deild: 80. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

179. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Í framsögu fyrir frv. um vegal. á þskj. 330, sem samgmn. þessarar d. flutti, gerði ég grein fyrir því,. að vænta mætti frv., sem vegamálastjóri hefði undirbúið, um hækkun á sýsluvegasjóðsgjöldum. Í þessu frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 431, felast till. vegamálastjóra í þessu efni, sem n. hefur flutt í frv.-formi. Efni þessa máls er það, að á síðasta Alþingi voru samþ. l. um hámarksframlög úr ríkissjóði til sýsluvegasjóða, þannig að framvegis skyldi miðað við 10 af þúsundi í staðinn fyrir 6. Nú hefur komið í ljós með hækkun á vegagerðarkostnaði og auknum þörfum sýsluvegasjóða, að þörf er meiri tekna í þessa sjóði. Þess vegna er lagt til að hækka framlagið upp í 12 af þúsundi. Þetta er einnig gert í samræmi við þá hækkun, sem lagt er til í frv. um vegalög, að verði á framlagi ríkissjóðs til sýsluvega. Ég gerði grein fyrir þeirri. hækkun við 1. umr. frv. um vegal. og sé ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum á þessu. stigi málsins.

Ég vil svo aðeins fyrir hönd samgmn. vænta þess, að þetta mál nái fram að ganga, og óska, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.. N. mun svo, ef ástæða þykir til og aths. koma fram, taka málið til nánari athugunar milli umr.