16.04.1947
Efri deild: 119. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1623 í B-deild Alþingistíðinda. (2475)

152. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér er til umr., gerir ráð fyrir tveimur meginbreyt. á núgildandi l. frá 1921. Sú fyrri er, að ríkisstj. leggi Samábyrgðinni til stofnfé, sem nemi 2500000,00 kr. Í l. nr. 37 frá 1941 var ákveðið, að ríkissjóður legði Samábyrgðinni til 500000,00 kr. og skyldi upphæðin greiðast með jöfnum afborgunum næstu 10 ár. En nú þykir sýnt, að þessi upphæð verði ekki nægilegt stofnfé, þar sem starfsemi Samábyrgðarinnar hefur aukizt mjög, en þörf Samábyrgðarinnar á auknum fjárframlögum stafar þó einkum af því, að þau félög, er Samábyrgðin hefur endurtryggt fyrir, hafa ekki greitt iðgjöld til hennar, og eins og grg. ber með sér, á nú Samábyrgðin útistandandi 3½ milljón í ógreiddum iðgjöldum. Nú liggur fyrir þessu þingi frv., sem miðar að því að tryggja það, að iðgjöldin verði betur goldin, og tryggja þannig betri hag Samábyrgðarinnar. Því þótti sjútvn. nægilegt, að stofnféð væri 1 milljón kr. í stað 2½ millj. kr., sem frv. gerir ráð fyrir, og gerir enn fremur þá breyt., að það komi skýrt fram, að þetta sé viðbótarupphæð. Hin meginbreyt., sem frv. gerir ráð fyrir, er, að Samábyrgðin megi hafa í eigin áhættu 25% af vátryggingarupphæð hvers skips, þó ekki hærri fjárhæð á einu skipi en 100 þús. kr., en áður var áhættuupphæðin sérstök krónutala. Þetta er eðlilegra, og fellst n. algerlega á þessa breyt. Ef þetta frv. verður samþ., falla eðlilega úr gildi l. nr. 37 27. júní 1941 og l. nr. 31 11. júní 1942. Sjútvn. leggur til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., sem um getur á þskj. 647, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða þetta, en n. hefur athugað, eins og áður segir, frv., þar sem gert er ráð fyrir því, að innkoma iðgjalda verði tryggari, svo að hagur stofnunarinnar geti orðið betri en verið hefur.