12.10.1946
Sameinað þing: 2. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1961 í B-deild Alþingistíðinda. (2505)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Mig langar til þess að gera hér fyrirspurn til hæstv. ríkisstj. og þá sérstaklega til tveggja ráðherranna, hæstv. dómsmrh. og hæstv. kirkjumrh. Fyrirspurn mín er þessi: Hverjir hafa rétt til þess að ráðstafa leifum framliðinna manna hér á landi? Ég mun ekki og vil ekki tala um tilefnið til þess, að ég spyr um þetta. Það ættu allir að fara nærri um og skilja.