10.04.1947
Efri deild: 111. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (251)

220. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Pétur Magnússon:

Herra forseti. Það er misskilningur, sem hv. 4. landsk. hefur látið í ljós um hækkun á vörutegundum. Ég segi sem er, að ég man ekki eftir því, hvort álagning á umræddar vörur er miðuð við verð eða vörumagn. Það má vera, að það sé hvort tveggja, og það má vera, að af öll gosdrykkjum og sælgæti sé miðað við ákveðið magn vörunnar, en það breytir engu um ákveðna „próvision“ til kaupmannsins, hvaða hundraðshluta hann fær af dreifingu súkkulaðis, öls eða brjóstsykurs o.s.frv., og ef álagningin er ákveðinn hundraðshluti, þá skiptir ekki máli, hvort hundraðstalan er reiknuð af öllu verði vörunnar eða hluta vöruverðsins. og það er skýrt ákveðið í frv., að ekki megi leggja á tollálagninguna. Og hér er einnig haft í huga að spara verðlagsráði að þurfa að athuga og endurskoða alla þessa vöruflokka upp að nýju.

Hv. þm. spurði. hvort hin 6 vísitölustig næðu til allrar vísitöluhækkunarinnar. Ég geri ráð fyrir, að allar vöruhækkanir séu hér innifaldar.