12.10.1946
Sameinað þing: 2. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Ég hef aldrei orðið þess var, þó að hv. 1. þm. Eyf. minntist á þetta mál við mig, að hann bæri þetta fram sem fyrirspurn í því formi, sem hann nú hélt fram. Og þótt tveir menn hittist á götu og ræði eitthvert mál, — og ég skal viðurkenna að einhver orð hafa fallið um þetta milli okkar, — þá álít ég, að þar sé langt bil á milli, þegar menn ræða þannig saman og þegar gerð er fyrirspurn í því formi, sem hv. þm. hefur nú gert. Ef hv. 1. þm. Eyf. hefði verið áhugamál að fá svar við þessari fyrirspurn og ég hefði átt að standa til forsvars, þá hefði hann gjarnan mátt láta mig vita, að hann bæri fram þessa fyrirspurn.