23.05.1947
Neðri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í B-deild Alþingistíðinda. (2585)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson) :

Herra forseti. Það má segja, að þessar mælingar, sem hér um ræðir, heyri að nokkru leyti undir náttúrurannsóknir, en þó eru þær eingöngu tekniskt atriði, og á þeim forsendum telur ríkisstj., að þær heyri ekki undir umrædd l. Hitt er annað mál, að það er sjálfsagt að fara gætilega með þessi mál, og það hugsar ríkisstj. sér að gera og þá á líkan hátt og þau heyra undir umrædd l. Um eignarréttinn á vatnsorkunni er það að segja, að þetta umrædda Títan-félag keypti hann og þetta félag er til enn og starfandi, en um það, hvar þessi vantsréttindahlutabréf eru niður komin, er ekki hægt að segja. Sennilega eru þau í Noregi, því að þetta félag er norskt. En raunverulega svífur eignarréttur félagsins í lausu lofti, því að félagið hefur engan rétt til virkjunar, og til þess að fá hann yrði það að hef ja algerlega nýja samninga, sem væru þá á valdi Íslendinga eingöngu.