04.11.1946
Neðri deild: 10. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2001 í B-deild Alþingistíðinda. (2587)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég hef flutt á þessu þingi tvær fyrirspurnir, og er önnur á þskj. nr. 19, en hin á þskj. nr. 20. Það er nú nokkuð langt liðið, síðan ég lagði þessar fyrirspurnir fram. Önnur er til ríkisstjórnarinnar, en hin til atvmrh. Nú vil ég leyfa mér að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann geri ráðstafanir til þess, að þessar fyrirspurnir gætu orðið hér til umr. hið fyrsta. Og vil ég spyrja hæstv. forseta að því, hvort hann geti sagt nokkuð um það nú, hvort svo geti orðið, en annars, ef hann getur það ekki, mælast til þess, að hann vildi taka þessar fyrirspurnir á dagskrá næstu daga.