17.03.1947
Efri deild: 95. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (2602)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Hv. þm. Barð. hefur spurzt fyrir um nefndarafgreiðslu á frv. sínu um breyt. á l. um útsvör, og vil ég í tilefni af því inna eftir máli nr. 104, um byggingu íbúðarhúsa og skipulag byggingarframkvæmda, sem er í n. síðan í nóv., og bólar ekki á því enn þá. Það hefur að vísu ekki verið eins lengi og frv. hv. þm. Barð., en ætti þó að vera búið að hljóta afgreiðslu.

Enn fremur vil ég spyrja um mál í Sþ. Ed. er hluti af því, svo að það mætti um það spyrja. Þetta var 21. mál, till. til þál. um greiðslu úr ríkissjóði til verðjöfnunarsjóðs, og var vísað til fjvn. sama dag og frv. hv. þm. Barð., en n. hefur sofið á því hingað til. Hvers vegna svo er, ætti hann að láta koma fram.