06.05.1947
Efri deild: 126. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (2605)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (ÞÞ) :

Ég vil taka fram við hv. þdm., þar sem farið er að líða á þingtímann, að ég skora á hv. nefndir, sem hafa mál enn til athugunar, að hafa þau ekki lengi í höndum enn og hraða afgreiðslu þeirra. Ég játa, að ég er í n., þótt ég sé þar ekki form., sem ekki hefur hreinar hendur í þessu efni. Ég vil taka fram við hv. allshn., að mjög er knúð á framgang frv. varðandi Sauðárkrók, en það er ekki komið frá hv. n. enn. Sama gildir um frv. um borgararétt o. fl. Þetta vil ég biðja form. n. að athuga og afgreiða sem fyrst þau mál, sem ætlað er að ná fram að ganga á þessu þingi.