22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2006 í B-deild Alþingistíðinda. (2609)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það er einnig utan dagskrár. Í byrjun þessa þ. flutti ég fyrirspurn um það, hvað gerzt hefði í stjórnarskrármálinu, en við því fékkst aldrei svar. Nú er komið að þinglausnum, og það er samningsbundið hjá hinni nýju ríkisstj. að leysa stjórnarskrármálið eins fljótt og verða má. Mér er ekki kunnugt um, að neinar slíkar ráðstafanir hafi verið gerðar, og vil ég spyrja, hvað ríkisstj. hyggst að gera til þess að hraða aðgerðum í stjórnarskrármálinu, sem hefur dregizt, áður en þessu þ. lýkur.