22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (2610)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Þetta mál heyrir að vísu undir forsrh., en þar sem hér eru ekki aðrir ráðh. en ég einn, skal ég svara þessu eftir beztu getu. Ég get skýrt hv. þd. frá því, að undirbúningur er hafinn um skipun nýrrar stjórnarskrárnefndar, sem komi í stað þeirra tveggja, sem starfað hafa að undanförnu, en það fyrirkomulag virtist of þungt í vöfum og ekki bera árangur. Ég geri ráð fyrir, að þessi till. komi fram, áður en langt um líður, ef samkomulag næst um hana, en annars er ég ekki reiðubúinn að gefa svör, af því að mér hefur ekki verið gefið færi á að bera mig saman við aðra.