06.11.1946
Neðri deild: 11. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2017 í B-deild Alþingistíðinda. (2621)

Slysfarir - minning

forseti (SB) :

Áður en fundarstörf hefjast í dag, vil ég minnast hörmulegs sjóslyss, sem varð í gær við Hornafjarðarós, er vélbáturinn Borgey fórst og með honum fimm menn, fjórir karlmenn og unglingsstúlka.

Enda þótt slíkir atburðir séu ekki ótíðir hér á landi, eru þeir þó jafnan sorgarfregn og sár harmur kveðinn ekki aðeins að vinum og venzlamönnum, heldur og þjóðinni allri. Svo er einnig í þetta sinn, 4 vaskir sjómenn og ung stúlka hafa horfið í kaldan faðm Ægis. Íslendingar eiga flestum þjóðum meira undir baráttu sjómanna sinna. Hún er nátengd örlögum þjóðarinnar allrar. — Vér vottum ástvinum hins drukknaða fólks innilega samúð.

Ég vil biðja hv. þingdeildarmenn að rísa úr sætum sínum í virðingarskyni við minningu þessa. [Allir dm. risu úr sætum.]