24.05.1947
Sameinað þing: 61. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í B-deild Alþingistíðinda. (2652)

Þinglausnir

forseti (JPálm) :

Ég mun nú samkvæmt venju lesa yfirlit um störf þingsins:

Þingið hefur staðið frá 10. okt. 1946 til 24. maí 1947, eða alls 227 daga.

Þ i n g f u n d i r hafa verið haldnir:

Í

neðri deild

145

-

efri deild

147

-

sameinuðu þingi

61

Alls

353

þingfundir.

Þ i n g m á l og úrslit þeirra :

I. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

17

b.

— — efri deild

8

c.

— — sameinað þing

2

27

2.

Þingmannafrumvörp:

a.

Borin fram í neðri deild

106

b.

— — — efri deild

35

141

168

Þar af

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

26

Þingmannafrumvörp

69

alls

95

lög

b.

Felld :

Þingmannafrumvörp

4

c.

Afgr. með rökst. dagskrá:

Þingmannafrumvörp

9

d.

Vísað til ríkisstj.:

Þingmannafrumvörp

2

e.

Ekki útrædd :

Stjórnarfrumvarp

1

Þingmannafrumvörp

57

168

II. Þingsályktunartillögur:

Allar bornar fram í sameinuðu þingi

85

Þar af :

a.

Ályktanir Alþingis

21

b.

Felldar

1

c.

Afgr. með rökst. dagskrá

1

d.

Ekki útræddar .

62

85

III. Fyrirspurnir :

a.

Bornar fram í neðri deild

8

b.

— — — efri deild

4

12

Þar

af :

a.

Svarað

2

b.

Ekki svarað

10

12

Mál til meðferðar í þinginu alls 265

Tala prentaðra þingskjala alls 1034.

Háttvirtu alþingismenn. — Það Alþingi, sem nú er að enda, er lengsta samfellt þing, sem nokkru sinni hefur verið haldið hér. Höfuðorsök þessa er sú, að fyrrv. hæstv. ríkisstj. sagði af sér á síðasta hausti og ekki tókst að mynda nýja ríkisstj., fyrr en komið var fram í febrúar. Þetta hafði í för með sér langa vafninga og síðan nýjan og margbreytilegan stjórnarsamning um afgreiðslu þjóðmálanna. Sá samningur kostaði síðan eftir valdatöku núv. hæstv. ríkisstj. tímafrekan undirbúning nýrrar löggjafar á ýmsum sviðum og síðan langan tíma til afgreiðslna, eins og venja er til, þegar ný stjórnarstefna er upp tekin. Allt þetta hefur kostað fast að því hálfu lengri þingtíma en þarf að vera, þegar engin stjórnarkreppa er, á meðan Alþingi situr.

Á þinginu hefur verið afgreiddur fjöldi nýrra laga og breyt. á eldri löggjöf, svo sem þegar hefur verið fram talið. Aðalmál þessa þings, sem annarra aðalþinga, voru fjárlögin, og reyndist afgreiðsla þeirra tafsöm og örðug af áður töldum orsökum. Þau eru líka hin langhæstu, sem nokkru sinni hafa verið afgreidd. Veldur því einkum þrennt: Í fyrsta lagi fjárfrek umbótalöggjöf frá síðustu þingum. Í öðru lagi það, að nú eru 35 millj. kr. ætlaðar til dýrtíðarráðstafana, og er það miklu hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Í þriðja lagi er svo það, að hærri fjárframlög en áður eru ætluð til ýmissa framkvæmda og ráðstafana. Þess vegna varð svo þingið að afgreiða mjög verulega hækkun á tollum og fleiri tekjum, sem ríkinu eru ætlaðar.

Af öðrum áhrifamiklum lögum, sem þingið hefur afgreitt, má einkum nefna þessi:

1. Lög um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit.

2. Lög um eignakönnun.

3. Lög um Ræktunarsjóð Íslands.

4. Lög um eftirlit með skipum.

5. Lög um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl.

6. Lög um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra.

7. Lög um aðstoð til vatnsveitna.

8. Lög um fiskimálasjóð.

Öll þessi lög hafa kostað mikið starf og víðtæka samninga, sem langan tíma hefur þurft til. Eru þó hér eigi talin nema fáein helztu lögin, sem þingið hefur afgr. Hefur, eins og að líkum lætur, verið um mörg þessi lög mikill ágreiningur, en hitt er víst, að öll sú löggjöf, sem þingið hefur afgr., mun marka djúp spor í atvinnu- og framkvæmdalífi þjóðarinnar á næsta tímabili. Vil ég óska, að svo mikil gæfa hljótist af störfum þessa Alþingis, sem þeir menn gera ráð fyrir, sem bjartsýnastir eru á þau.

Nú þegar þessu langa þingi lýkur, fer hátíð í hönd, og vorsólin og vorylurinn lofar björtu sumri. Ég þakka hv. alþingismönnum og hæstv. ríkisstj. og öllu starfsfólki Alþ. góða og ánægjulega samvinnu við mig sem forseta. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar og gæfuríks sumars.

Öllum utanbæjarmönnum óska ég góðrar heimferðar og ánægjulegrar heimkomu og lýsi þeirri von, að þm. hittist heilir, þegar haustar og Alþ. hefst að nýju.