24.05.1947
Sameinað þing: 61. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (2655)

Þinglausnir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Í ríkisráði í dag var gefið út svo hljóðandi bréf :

„Handhafar valds forseta Íslands (forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstaréttar) gera kunnugt:

Að vér veitum hér með forsætisráðherra, Stefáni Jóh. Stefánssyni, umboð til þess í voru nafni að slíta Alþingi, 66. löggjafarþingi, er það hefur lokið störfum.

Ritað í Reykjavík 24. dag maímánaðar 1947.

Stefán Jóh. Stefánsson, Jón Pálmason,

Jón Ásbjörnsson.“

Samkvæmt þessu umboði lýsi ég hér með yfir, að þessu 66. löggjafarþingi, sem nú hefur lokið störfum sínum, er slitið.

Um leið og ég óska hv. þingmönnum velfarnaðar, vil ég biðja þá að rísa úr sætum sínum og minnast fósturjarðarinnar.

Þingheimur stóð upp, og forsætisráðherra mælti: „Lifi Ísland.“

Tók þingheimur undir þau orð með ferföldu húrra hrópi.

Var síðan af þingi gengið.