12.11.1946
Sameinað þing: 10. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2018 í B-deild Alþingistíðinda. (2656)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svohljóðandi bréf frá forseta Ed.:

„Frá 10. landsk., Bjarna Benediktssyni, hefur mér borizt svolátandi bréf :

„Með því að ég er á förum til útlanda í erindum ríkisstj. og mun dveljast erlendis næstu vikur, óska ég þess með skírskotun til 144. gr. l. nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður minn taki þingsæti mitt í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að rannsókn kjörbréfs varamanns, Kjartans Jóhannssonar, verði látið fara fram á fundi sameinaðs þings í dag.

Þorsteinn Þorsteinsson.“

Samkvæmt þessu liggur fyrir að rannsaka þetta kjörbréf, og vil ég gefa hlé um stundarsakir, svo að hv. kjörbréfan. geti athugað kjörbréfið. (Fundarhlé.]