10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (2660)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svohljóðandi bréf frá forseta neðri deildar:

„Garðar Þorsteinsson, 2. þm. Eyf., hefur ritað mér svolátandi bréf, dags. 14. f. m.:

„Með því að ég þarf að takast á hendur ferð til útlanda og mun dveljast erlendis næstu vikur, óska ég þess með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður taki þingsæti mitt í fjarveru minni.“

Með því að varamaður þingmannsins, Stefán Stefánsson, bóndi í Fagraskógi, er nú kominn til bæjarins til þess að taka þingsætið, er þess óskað, að þér, herra forseti, látið fara fram rannsókn á kjörbréfi varamanns á fundi í sameinuðu þingi í dag.“

Kjörbréfanefnd hefur fengið kjörbréfið til athugunar, og mun frsm. n. gera grein fyrir niðurstöðu hennar.