22.04.1947
Neðri deild: 117. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1661 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

197. mál, síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er út að þessu máli, að fram hefur komið ósk um, að umr. um það yrði frestað, þar sem hv. þm. Siglf. hefur fengið fjarvistarleyfi, en hann er frsm. minni hl. í málinu, og vil ég því eindregið mælast til þess, að málið verði tekið út af dagskránni og umr. um það frestað.