13.01.1947
Efri deild: 49. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (2851)

10. mál, útsvör

Bjarni Benediktsson:

Mér skilst, að þessu máli hafi verið vísað til allshn. snemma á þessu þingi og ekki hlotið afgreiðslu í nefndinni.

Ég er þessu máli gagnkunnugur og hef látið mig það miklu skipta og vil því fara þess á leyt við hæstv. forseta, að hann fresti umr., svo að málið fái afgreiðslu í allshn. Málið hefur verið alllengi í n., og hefur forseti af skörungsskap sínum tekið það á dagskrá, en afgreiðsla þess skal ekki dragast lengi, en ég vænti, að hæstv. forseti verði við þessum tilmælum og hafi samráð við mig sem nefndarformann um, hvenær málið verður tekið á dagskrá.