10.04.1947
Efri deild: 112. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

221. mál, bifreiðaskattur

Gísli Jónsson:

Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið í sambandi við þetta mál og eru mér nægilegar, að þessar bifreiðar komi undir sama lið tollskrár og aðrar bifreiðar. Enda mætti segja, að annað væri einkennilegt, þegar tekinn er skattur af bifhjólum, sem geta ekki verið nein farþegaflutningatæki, og tel ég því, að það liggi fyrir í þskj., að einnig megi reikna toll af þessum bifreiðum eins og öðrum fólksbifreiðum.