18.04.1947
Efri deild: 120. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (2898)

10. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er fyrst tekið fram nú, að menn séu skráðir af skipunum nema stuttan tíma, svo að það náist aldrei þessir 3 mánuðir. Hv. 7. landsk. sagði, að ég hefði verið að mæla með brtt., þó að ég segðist vera á móti þeim. En það var ekki það, sem ég sagði. Ég var ekki eingöngu að mæla á móti brtt., heldur var ég að benda á fleira í þessu sambandi, sem þarf að breyta, ef farið er inn á þessar breyt. Hv. síðasta ræðumanni er l jóst, hvernig þetta er, — hversu óeðlilegt það væri, ef þeir, sem fara til að vinna í öðrum sveitarfélögum, ættu ekki að greiða þar útsvar, heldur rynni útsvarið allt til þeirra heimasveitar, og eftir till. hv. 7. landsk. ætti heimasveitin að fá allt útsvarið. En eins og ég sagði áðan, þá er það alveg áreiðanlegt að þetta mundi leiða til meiri tilrauna hjá mönnum til þess að telja sig eiga lögheimili þar, sem útsvör eru léttust. Það er svo að segja deilt um það árlega, hvar menn eigi heima, af því að menn eru að reyna að losna við útsvör þar, sem þau eru þung. Þess vegna ræð ég mönnum eindregið frá að samþ. þessa brtt.