05.03.1947
Neðri deild: 86. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1741 í B-deild Alþingistíðinda. (2940)

92. mál, tannlækningar

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Til skýringar vildi ég geta þess, að hv. 4. þm. Reykv. sagði, að ef frv. yrði samþ., mundi landlæknir ekki sjá sér fært að veita fleiri leyfi. Mér finnst, að í þessu komi fram, að um refsiaðgerðir sé að ræða, ef breyta á þvert ofan í vilja meiri hluta Alþ. Því fannst mér þetta mjög óviðkunnanleg tilkynning.