02.05.1947
Neðri deild: 120. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (2973)

165. mál, fóðurvörur

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. Eins og hv. 1. þm. Skagf. tók fram, hefur landbn. haft þetta frv. lengi til meðferðar, en varðandi 12. gr. vil ég ekki láta frv. fara svo fram hjá, að ég geri ekki grein fyrir afstöðu minni. Það er auðvitað mikið vandamál og ekki gott að segja, hvar lendir, ef menn kaupa mikið af skemmdri vöru á I. flokks verði.

Það segir í gr., að ekki megi selja 2. flokks mjöl nema með leyfi ríkisstj. Ég held, að þetta sé mjög varhugavert, því að við höfum ekki eina einustu vöru, sem öll er 1. flokks, og höfum orðið að gera okkur að góðu 2. og 3. flokk, og ég held, að það þætti sums staðar þröngt fyrir dyrum, ef mannfólkið gerði sömu kröfu og þeir gera nú fyrir búféð. Vissulega væri bezt, að öll vara væri 1. flokks, en það er nú svo, að það er ekki, og gæti ég trúað, að á ýmsum stöðum þætti æði þröngt fyrir dyrum, ef þessi ákvæði kæmust í framkvæmd.