19.05.1947
Neðri deild: 131. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1757 í B-deild Alþingistíðinda. (2989)

165. mál, fóðurvörur

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Herra forseti. Þetta frv. hefur tekið dálitlum breyt. í Ed., en þótt brtt. á þskj. 844 séu allumfangsmiklar yfir að líta, 10 að tölu, þá er það í rauninni svo, að í þessu felst aðeins ein raunveruleg breyt. frá því, sem gengið var frá frv. hér í hv. Nd., og er í því fólgin, að afskipti tilraunaráðs búfjárræktar, að það skuli hafa eftirlit með fóðurvörum, eru numin burtu, en Ed. hafði einnig lagt þetta í hendur landbúnaðardeildar atvinnudeildarinnar, án þess að það kæmi nokkuð til afskipta tilraunaráðs búfjárræktar, sem ætlazt var til, að hefði yfirumsjón þessa máls. Landbn. hefur ekki tekið þetta fyrir á formlegum fundi, en af viðtali við nm. má ég segja það, að n. mun ekki gera að deiluatriði við Ed. þá breyt., sem hér hefur verið gerð, og mun fyrir sitt leyti fallast á, að frv. verði afgr. eins og Ed. hefur breytt því. Ég vil taka það fram sem mína skoðun, að ég tel þessa breyt., sem Ed. hefur gert, sízt til bóta, og tel mjög eðlilegt, að búfjárræktartilraunaráðið, sem er skipað sérfræðingum, fengi að hafa yfirstjórn þessara mála, á sama hátt og tilraunaráð í jarðrækt hefur yfirstjórn jarðræktartilraunastöðvanna. En þetta er ekki það atriði frá hálfu nm. í landbn., að eigandi sé á hættu, að frv. dagi uppi í þinginu, og viljum við því fallast á, að það verði afgr. eins og það liggur nú fyrir.