25.02.1947
Neðri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1782 í B-deild Alþingistíðinda. (3041)

71. mál, ræktunarsjóður Íslands

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson) :

Ég hef ekkert við þær brtt. að athuga, sem n. ber hér fram. Að því er snertir brtt. við 5. gr. vil ég segja það, að ég hygg, að lækkunin á prósentunum niður í 30% til þeirra lána, sem veitt eru til framkvæmda, sem styrkur er veittur til samkv. jarðræktarlögum, mun láta nærri sanni. Ég hygg, að styrkurinn sé í flestum tilfellum það hár, að samanlagðir styrkir og lán til þessara framkvæmda verði ekki minna en það, sem ætlað er til annarra framkvæmda.

Annars var það aðallega út af brtt. við 9. gr., að ég vildi gera ofurlitla aths. Mér er bezt kunnugt um það, að ríkisstj. er ekki sammála um að afla fjárins á þennan hátt. Hins vegar er ríkisstj. sammála um það, að skylt sé að afla þess fjár, sem gert er ráð fyrir með 9. gr., á annan hátt og ekki með lakari kjörum. Hins vegar liggur enn ekki fyrir till. frá ríkisstj. í þessu máli, en ég vildi óska að fá tækifæri til að tala við landbn., áður en málið kemur til 3. umr., einmitt um þessa gr. og um fjáröflun samkv. henni, og mun þá ríkisstj. bera fram till. í málinu. Ég legg ekkert upp úr því, hvort þessi brtt. verður samþ., en legg áherslu á, að mér gefist kostur á að tala við landbn., áður en hún afgreiðir málið til 3. umr.