09.05.1947
Neðri deild: 125. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1793 í B-deild Alþingistíðinda. (3058)

71. mál, ræktunarsjóður Íslands

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða hér stjórnarstuðning eða afstöðu einstakra manna. Það, sem þm. sagði eftir mér, er rétt, en það raskar ekki máli mínu nú. Hins vegar er dálítið annað með afstöðu þm. Skagf. frá því á búnaðarþingi, því að í henni gætir ósamræmis. (JS: Þetta eru ósannindi.) Það er skjallega hægt að sanna það, ef á þarf að halda. (JS: Það eru hrein ósannindi.) Það er sama að segja um atvmrh. og þm. Borgf., að úti á búnaðarþingi eru þeir ekki bundnir af neinu samkomulagi og samþykkja till., sem ganga í sömu átt og mín till. nú, en svo þegar þeir koma hér inn á Alþingi, þá er annað hljóð í strokknum. Þetta er ósamræmi, sem ég kann ekki við.