16.05.1947
Efri deild: 133. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1797 í B-deild Alþingistíðinda. (3070)

71. mál, ræktunarsjóður Íslands

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson) :

Herra forseti. Ég vil taka undir það, sem síðasti ræðumaður sagði, og það er alls ekki svo, að ég telji ekki ræktunarsjóðinn hafa þörf fyrir meira fé en hér er lagt til, heldur hitt, að ég vil ekki tefla þessu máli í tvísýnu með því að fara að gera breyt. á því nú. Það er tryggt, að málið nær fram að ganga, ef því er ekki breytt úr því horfi, sem það nú er í, en gæti hins vegar tafizt mikið og jafnvel dagað uppi, ef gerðar væru breytingar. Það er þetta, sem mér kemur fyrst og fremst til, því að ég tel með þessu frv. stigið stórt spor í rétta átt, þó að ég geti vel viðurkennt, að það hefði verið æskilegra að hafa fjármagn sjóðsins meira.