11.04.1947
Neðri deild: 111. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í B-deild Alþingistíðinda. (309)

221. mál, bifreiðaskattur

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — það liggja hér fyrir mál, sem eru undirbúin þannig, að þm. fengu þau á borðin hjá sér kl. 1,30 í gær. Þetta eru frv., sem þýða álögur á þjóðina, sem nema yfir 30 millj. kr. það lá svo mikið á að koma þessu í gegn í gær, að þm. gátu ekki fengið að athuga það. það voru ekki gerðar neinar sérstakar tilraunir til að tefja fyrir því, að málin kæmu fyrir, og urðu umr. um þau. Síðan, þegar fundur hafði staðið til kl. 31/2 í nótt, var kallaður saman fjhn.-fundur kl. 11 í morgun. Á þeim fundi voru á einu korteri afgreidd þessi 3 mál, án þess að þau væru athuguð. N. klofnaði. Ég er einn í minni hl. Mér bar að skila þrem nál. og brtt.

Það er rekið svo skarpt eftir þessu, að það er boðaður fundur kl. 11/2 og tekið fyrir annað mál. Enn er boðaður fundur kl. 3,45, og þá eru auðvitað ekki til brtt., sem ég þó hraðaði mér með eins og unnt var eftir nefndarfundinn. það er svo mikið þrýst á málin, að þegar forseti setti fund, lá eitt nál. þrjár línur, fyrir frá meiri hl. Önnur voru ekki komin. Hvaða ástæða var til að byrja að ræða þessi mál, áður en nál. voru komin og brtt. komnar? Ég skil það, að hæstv. forseti vilji gera það, sem stjórnin skipar honum, en honum ber þó að sjá um, að við fáum að fylgjast með þeim hlutum, sem við eigum að bera ábyrgð á, og það minnsta er, að við fáum að skila brtt. Og ég held ekki, að forseti geti borið mér það á brýn, að ég hafi ekki sem minni hl. unnið eins fljótt og mögulegt var.

Þegar stjórnin ýtir svo fast á málin sem hér er gert, þá er ekki nema sanngjarnt að hún fái að sýna fylgi sitt til þess að koma þeim fram. Stjórnarandstaðan hefur ekki sýnt svo mikinn mótþróa, og þess vegna er ekki undarlegt, þótt stjórnarliðið þurfi að sýna, að það eigi meiri hluta til þess að þvinga í gegn aðrar eins álögur og hér er verið með.

Viðvíkjandi því, að forseti finnur ástæðu til þess að koma með áminningu, vil ég aðeins benda honum á, að ekki er langt síðan beðið var rúmlega hálftíma eftir að setja þingfund, þar sem m.a. einn ráðh. var á mælendaskrá og þm. mættu ekki, og veit ég ekki til, að forseti hafi fundið ástæðu til að ávíta, hvorki þá menn, sem mættu, né þá, sem voru á mælendaskrá. Ég vil þess vegna benda forseta á, af því að ég veit, að hann vill vera réttlátur, að ef hann hugsar um allar aðstæður, mun hann sjá. að það er sízt ástæða til að finna að því. þótt stjórnarliðið þurfi að sýna, hvað það á af atkvæðum hér í deildinni.