22.04.1947
Neðri deild: 117. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (3153)

211. mál, tollskrá o.fl.

Ásgeir Ásgeirsson:

Í þessu sambandi kemur það ekki málinu við, en ég get tekið það fram, að þessar till. eru lægri. Nánari skýringu mun ég ekki gefa að svo stöddu, en óska þess, að forseti taki málið út af dagskrá. (Hlé.)

Það vill nú reyndar svo til, að verið er að útdeila þessum brtt. 1. og 2. brtt. eru um það, sú fyrri að fella niður toll af barnabókum - og sú síðari, fyrri liður að fella niður toll af kortabókum — og síðari liður að fella niður toll af kennsluáhöldum. Hér er um að ræða barnabækur og kennsluáhöld. Er það alþjóðastefna að halda þessum vörum utan við toll, enda um lítinn tekjulið af þeim að ræða. 3. till. er um það að lækka tolla á búsáhöldum og 3. og 4. till. ná yfir búsáhöld, hvort sem eru rafknúin eða ekki. Fyrri till. er um rafmagnsáhöld eingöngu. N. hefur lagt til, að verðtollur af þessum áhöldum verði 8%, og er það lækkun frá 10%, sem hann var áður. Er það til samræmis við annað, en lægra treystist n. ekki til að fara vegna samræmis, ekki vegna þess að hún væri mótfallin fyrri till., heldur vegna þess, að í tollskrá bindur hvað annað,, eins og nánar er gerð grein fyrir í grg.

Ég vona nú, að frv. geti komið til afgreiðslu, þar sem brtt. þessar eru einfaldar og menn ættu að vera fljótir að átta sig á þeim.