05.05.1947
Neðri deild: 121. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1854 í B-deild Alþingistíðinda. (3215)

158. mál, framfærslulög

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins þakka hv. n. fyrir það, að hún hefur lagt mjög mikla vinnu í það að reyna að ná samkomulagi um breyt. varðandi framfærslul. Ég get fyrir mitt leyti mælt eindregið með brtt. á þskj. 728. Eins og tekið hefur verið fram af hv. frsm. n., þá var það mikil nauðsyn vegna hinna nýju almannatrygginga að fá lagfæringar á framfærslul., og einnig hefur um leið verið reynt að sníða af eldri l. nokkra vankanta, sem líka var nauðsynlegt.

Ég vænti þess fastlega, að þetta frv. með þessum breyt. sigli greiðan byr í gegnum hv. d. og verði að lögum.