05.05.1947
Neðri deild: 121. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (3220)

158. mál, framfærslulög

Frsm. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Ég játa, að ég hefði átt að taka fram, að bótagreiðslur eru greiddar eftir á. Fyrsta greiðsla kemur því ekki til framkvæmda fyrr en 1. febr. 1947. En ef bráðabirgðaákvæðið hefði ekki verið sett, hefði fyrsti mánuðurinn fallið úr, og var þetta ákvæði sett aðeins með tilliti til þessa. Og vegna þess að frv. gat ekki orðið að l. fyrir áramót, var gefið út þetta bréf, sem ég gat um áðan, og félmrn. óskaði eftir því, að það fengi að standa sem nokkurs konar löggilding á þessu bréfi til sveitarstjórnanna.