14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (3242)

247. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Ég sé ekki beinlínis ástæðu til að biðja hæstv. forseta um að taka mál þetta af dagskrá, en það er ekki aðeins, að þetta frv. komi í bága við 6. dagskrármálið, sem er frv. til l. um fiskimálasjóð, markaðsleit sjávarafurða, útflutning á fiski o. fl., sem komið er til 3. umr. hér í hv. d. og ég hafði hugsað mér að biðja hæstv. forseta um að taka af dagskrá, en það er nauðsynlegt, þótt þetta mál fari nú til 3. umr., að þessi tvö mál verði til meðferðar í n. — því að þau eiga heima í sömu n., þótt annað þeirra sé flutt af hv. fjhn. — og reynt verði að samræma þau milli umr.