21.02.1947
Neðri deild: 79. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (3330)

102. mál, ríkisborgararéttur

Skúli Guðmundsson:

Sú krafa var borin fram á síðasta fundi, að viðhaft væri nafnakall um hvern lið brtt. Þetta hlýtur að taka æði langan tíma, og sé ég ekki, hvaða þýðingu slík aðferð getur haft. Vildi ég beina því til hæstv. forseta, hvort hann mundi ekki bera það sérstaklega undir hv. d., hvort ætti að viðhafa þessa aðferð.