21.02.1947
Neðri deild: 79. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (3333)

102. mál, ríkisborgararéttur

Forseti (BG) :

Ég skal taka fram, að það er skýrt kveðið á um það í þingsköpum, að ef 6 þm. krefjast nafnakalls, þá sé forseta skylt að verða við því, og yfirleitt hafa forsetar, bæði ég og þeir, sem á undan mér hafa verið, talið sér skylt að verða við óskum þm., ef ekki hafa komið fram mótmæli. En öðru máli er að gegna, ef nafnakalli er mótmælt, þá verður að viðhafa þann hátt, sem nú er stungið upp á.