22.05.1947
Neðri deild: 140. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (3364)

102. mál, ríkisborgararéttur

Gísli Sveinsson:

Væri ekki öllu betra fyrir hv. frsm. að nota þessa mínútu til að ná sambandi við skrifstofu biskups og fá þær upplýsingar, sem eru í gildi nú á þessum degi, en ekki þær sem fyrir lágu fyrir ári síðan. Það virðist svo, að báðar n. hafi látið þetta bréf liggja hjá sér án þess að grennslast eftir, hvort breyttar ástæður væru hjá þessum framandi manni. Það er síður en svo, að hann sé að fara úr landi, heldur hefur hann látið setja sig í annað embætti. Hv. frsm. er sjálfráður, hvað hann gerir, en ég vil mælast til þess, að frv. verði samþ. óbreytt.