22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (3419)

8. mál, fiskimálasjóður

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Mál þetta hefur verið til athugunar í sjútvn. Fjórir nm. hafa lagt til, að málið yrði afgr. með nokkrum breyt., en einn nm., hv. 6. landsk., hefur viljað láta undirbúa málið nánar, og mun hann gera grein fyrir sínum fyrirvara. Þetta frv. kemur í staðinn fyrir l. um fiskimálan., og falla úr gildi m. a. ýmis ákv. önnur í sambandi við fiskframleiðsluna. Bú breyt., sem sjútvn. þessarar hv. d. vill gera á frv., er við 2. gr. 3. tölulið. Þar stendur, að árlegt framlag ár ríkissjóði skuli þó eigi vera undir 500 þús. kr. á næstu 10 árum eftir gildistöku þessara l. Fiskimálasjóður mun með þessum l. töluvert auka tekjur sínar. Hann mun fá útflutningsgjald af sjávarafurðum, öðrum en saltsíld, er nemi ½% af verðmæti þeirra, miðað við fob.-verð. Munar þetta töluvert miklu fyrir sjóðinn. Hins vegar eru verkefni sjóðsins mikil, eins og sjá má á 4. gr. Þess vegna þykir rétt að heimila ríkisstj. að veita til sjóðsins, eftir því sem veitt er á fjárl., allt að einni millj. kr. á ári. Hv. þm. N-Þ. hefur skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun hann gera grein fyrir því. Ég mun svo ekki ræða nánar um þetta. Ég vil geta þess, að raunverulega hefur verið um þetta samkomulag við Nd., svo að málinu er tryggður framgangur, þótt þessi breyt. verði samþ. Vænti ég svo, að hv. d. samþykki frv. með þeirri breyt., sem n. leggur til.