13.05.1947
Neðri deild: 127. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (3455)

120. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Ólafur Thors:

Ég álít, að þessi brtt., ef samþ. verður, hljóti að leiða til þess, að það skattfrelsi, sem samvinnufélögum hefur nú verið gefið, verði tekið til algerrar athugunar. Það getur verið, að það verði gert hvort sem er. En þetta yrði til þess að gera þá athugun aðkallandi nauðsyn. Ég hygg, að það væri því ekki greiði fyrir samvinnufélögin að samþykkja þessa brtt., og segi því nei.