13.05.1947
Neðri deild: 127. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (3457)

120. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Sigurður Kristjánsson:

Ef þessi brtt. verður samþ., þá mun ég að sjálfsögðu greiða atkv. á móti frv. Og ég leyfi mér að gera grein fyrir því nú þegar, að ef þann hátt á nú að hafa í sambandi við þetta mál sem er eðlilegt mál, að veita Eimskipafélaginu þetta skattfrelsi gegn öðrum kvöðum, sem á það eru lagðar af ríkinu — ef þann hátt á nú að hafa hér að hnýta við þetta mál öðru alveg óskyldu máli, þá mun verða þar hnýtt aftan í heilli lest af málum um að fella niður skattgreiðslur annarra félaga, sem rekin eru í gróðaskyni, sem sagt algerlega óskyldum málum því, sem liggur fyrir, og slíkt hlyti að horfa til stórvandræða. Ég segi því nei.