17.01.1947
Neðri deild: 55. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1917 í B-deild Alþingistíðinda. (3505)

127. mál, afgreiðslustöðvar fyrir áætlunarbifreiðar

Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti. Eins og grg. ber með sér, er frv. þetta flutt af samgmn. að ósk samgmrh., og hafa nm. óbundnar hendur um afgreiðslu þess. Það er ekki ósk n. að málinu verði vikið í annan farveg, og ég fyrir mitt leyti felli mig að öllu leyti við það eins og það er. Það er kunnugt, að þetta er í raun og veru ekki nýtt mál. Þörfin fyrir þær ákvarðanir, er frv. felur í sér, hefur undanfarið verið brýn og orðið æ berari með hverju ári. Menn getur náttúrlega greint á um, hvernig haga skuli framkvæmdinni, en ég held, að hér sé rétt af stað farið. Einhvers staðar verður að byrja, og þar eð ég tel, að með þessu frv. sé farið inn á rétta braut, mæli ég eindregið með því.