14.11.1946
Efri deild: 14. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1922 í B-deild Alþingistíðinda. (3530)

58. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Ég vil stinga upp á, að hv. 1. þm. N-M. verði gefinn kostur á að finna vizkusteininn í þessu máli milli umr., og sé ekki ástæðu til, að málið verði ekki afgr. til 3. umr., þó að ekki sé úr því skorið, hvort þetta hugboð hans um n. er rétt eða ekki, enda skiptir það engu máli í sjálfu sér. Mælist ég því til þess, að frv. fái að ganga áfram til 3. umr., og verður þá væntanlega hv. þm. leiddur í allan sannleika fyrir þann tíma.