23.05.1947
Efri deild: 145. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1930 í B-deild Alþingistíðinda. (3570)

253. mál, embættisbústaðir dómara

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins gera hér grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Þegar frv. um hýsingu prestssetra var til umr. í vetur, þá bar ég fram meðal annars brtt. um, að jarðir ríkissjóðs skyldu ganga fyrir byggingu annarra prestsseturshúsa. Ég er þeirrar skoðunar, að rétt sé að halda þeirri stefnu áfram, sem hér hefur verið upp tekin, til þess að séð verði, hvað það kostar ríkissjóð að lokum, og mun ég þess vegna segja já við þessu frv.